KÖNNUN SÍM 2014

Samband íslenskra myndlistarmanna, SÍM, stóð að könnun á högum félagsmanna sinna árið 2014. Í könnuninni voru lagðar fyrir ýmsar spurningar sem tóku mið af stöðu félagsmanna árið 2013. Könnunin tók til fullgildra félagsmanna SÍM og svöruðu 234 könnuninni. Sambærileg könnun var gerð árið 1995 um stöðu myndlistarmanna í SÍM og var tekið mið af stöðu félagsmanna árið 1993. Helstu niðurstöður, og það sem vakti athygli, fyrri könnunar var bágborin lífsafkoma listamanna og sú staðreynd að menntun virtist ekki tryggja tekjur listamanna. Ennfremur var vakin athygli á litlum stuðningi við listamenn í formi fjárstyrkja og starfslauna. Nú, tuttugu árum síðar, hafa aðstæður lítið sem ekkert breyst.

LHI