FRAMLAGSSAMNINGUR MEÐ REIKNIVÉL

Framlagssamningurinn eru drög að samningi um þáttöku og framlag listamanna til sýningahalds. Samningurinn getur orðið grundvöllur að samningi við öll listasöfn á Íslandi og sýningar í galleríum, sem fjármagnaðar eru af opinberum aðilum, að hluta eða öllu leyti.

REIKNIVÉL MYNDLISTARMANNA

EINKASÝNING

0

0

Í gjaldskrá að drögum að Framlagssamningi er tilgreind lágmarks þóknun og er listasöfnum skipt í þrjá flokka á grundvelli framlagðra upplýsinga þeirra um fjölda gesta.


Flokkur 1 eru söfn og sýningarskálar með 50 til 100 þúsund gesti árlega.

Flokkur 2 söfn í bæjum, sveitarfélögum og sýslum með 10 til 50 þúsund gesti árlega.

Flokkur 3 sýningarsalir með færri en 10 þúsund gesti árlega.

Þóknunin er reiknuð út frá fjölda sýningarvikna og því hversu margir listamenn taka þátt í sýningunni.


  1. Flokkur: Listasafn Íslands – Listasafn Reykjavíkur
  2. Flokkur: Listasafnið á Akureyri – Nýlistasafnið – Hafnarborg – Gerðarsafn
  3. Flokkur: Listasafn Árnesinga – Listasafn Reykjanesbæjar – Skaftfell

Samkvæmt drögunum að Framlagssamningnum eiga listamennirnir einnig að fá greiddar verktakagreiðslur fyrir vinnuframlag sem þeir veita sýningarhaldara á meðan á sýningu stendur eða á öðrum tíma ef sýningarhaldari óskar þess. Gjaldskráin er byggð á viðmiðunartaxta SÍM og er tímataxti við uppsetningu sýningar 6.500 kr. á tímann og taxti fyrir leiðsögn er 24.000 kr.

LHI